Fara í efni

Reglur um frístundastyrk Suðurnesjabæjar

 

Frístundastyrkur

Frístundastyrkur  Suðurnesjabæjar er til að styrkja börn til þátttöku í frístunda- og forvarnastarfi. Styrkurinn er að hámarki 35.000 kr. á ári fyrir hvert barn að 18 ára aldri með lögheimili í sveitarfélaginu og er það almanaksárið sem gildir. Greiðslan getur aldrei orðið hærri en sem nemur kostnaði við námskeið.  Skilyrði er að frístundastarfið sé undir leiðsögn hæfra starfsmanna og að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðustum skilningi. 

Hvernig sæki ég um styrkinn?

Til þess að sækja um styrkinn skal skal koma með gilda greiðslukvittun fyrir þátttökugjöld á skrifstofu bæjarins og fylla út umsókn. Gild greiðslukvittun inniheldur nafn iðkanda og stimpil/staðfestingu frá útgefanda. Athugið að þátttökugjöldin skulu vera fullgreidd þegar sótt er um styrkinn. Umsóknir eru afgreiddar og styrkirnir greiddir út 15. hvers mánaðar.

Frístundastarf utan Suðurnesjabæjar er ekki styrkhæft ef sama frístundastarf er í boði í Suðurnesjabæ.

 

Nánari upplýsingar veitir Frístunda- og forvarnafulltrúi rut@sudurnesjabaer.is