Fara í efni

Golfæfingar fyrir börn

Golfklúbbs Sandgerðis 2020

Sumaræfingar barna

Nú blæs Golfklúbbur Sandgerðis til sóknar í barnastarfi klúbbsins og 8. júní hefjast vikulegar barnaæfingar. Til að byrja með verður einn hópur en staðan verður endurskoðuð ef mikil aðsókn og áhugi er. 

Stefnt er að því að börn keppi í meistaramóti klúbbsins, á áskorendamótaröð Golfsambands Íslands og að farið verði með keppnislið í sveitakeppni 12 ára og yngri. Þjálfari mun fylgja og aðstoða foreldra og keppendur á þessum mótum.

 

Æfingar eru fyrir börn á aldrinum 9 til 14 ára eða fædd 2006-2011.

 

Æfingar fara fram á Kirkjubólsvelli.

Mánudaga og miðvikudaga kl. 13:15 - 14:30

Föstudaga kl. 13:15 - 15:30 - spilaæfing á velli

Æfingatímabil: 8. júní til 15. ágúst (10 vikur)

Æfingagjald: 10.000 kr., öll börn sem æfa verða skráð í klúbbinn og fá aðgang að Golfbox

 

Karen Sævarsdóttir, LPGA kennari, mun sjá um kennslu og þjálfun. Skráning og upplýsingar má fá hjá gsggolf@gsggolf.is

 

Vinsamlegast sendið eftirfarandi upplýsingar með skráningu:

Nafn barns

Kennitala barns (ef barn er ekki skráð í klúbbinn verður það skráð)

Nafn foreldris/forráðamanns

Símanúmer foreldris/forráðamanns

Kennitölu greiðanda

Nánari upplýsingar

gsggolf@gsggolf.is