Fara í efni

Reiðskóli Mána

Reiðskóli Mána 2019

Tímabil :
Val er um námskeið fyrir eða eftir hádegi

Fyrir hádegi : kl.10:00 - 12:00
Eftir hádegi : kl.13:00 - 15:00

11.júní - 21.júní

24.júní - 5.júlí

8.júlí - 19.júlí

22.júlí - 2.ágúst

5.ágúst - 16.ágúst

 

Kennsla :
Í fyrsta tíma hvers námskeiðs verður bóklegur tími.  Við förum m.a. yfir líkamsbyggingu hestsins, nöfn á reiðtygjum og eru börnunum gerð grein fyrir skilningarviti heststins eins og t.d. sjón, heyrn og tilfinningu - einnig verður farið yfir öryggisatriði. Börnunum verður kennd almenn umgengni við hestinn og hvernig það á að koma fram við hann af virðingu og vinsemd, hvernig það skal nálgast hann og hvað eigi að varast. Farið verður í ásetuæfingar, taumhald, gerðar ýmsar stöðvaæfingar og farið í reiðtúra.

Nemendum verður skipt í hópa eftir kunnáttu og getu.

Búnaður :
Börnin fá allan búnað tengdum útreiðum, svo sem hnakka, reiðtygi, hjálma og kamba.
Börnin skulu ávallt vera klædd eftir veðri.

Verd :
32.000 kr.- fyrir tvær vikur.

Fyrir nánari upplýsingar og skráningu veitir Elfa Hrund
Sími : 846-5003
email : elfahrund92@simnet.is

Aldur :
Námskeiðið er ætlað börnum 7 ára og eldri

Góð aðstaða er við Mánagrund, bæði innanhúss og utan.
Nemendafjöldi í hverju námskeiði er takmarkaður en hann miðast við fjölda hesta.
Sum námskeið fyllast fyrr en önnur.
Þátttakendum og aðstendum þeirra er bent á að hestamennska felur ávallt í sér ákveðna áhættu, einkum þar sem verið er að umgangast lifandi dýr. Vakin er athygli á að þátttakendur eru á eigin ábyrgð á reiðnámskeiðum. Þátttakendur eru ekki tryggðir á námskeiðum hjá Reiðskóla Mána og eru þeir og aðstandendur þeirra hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar.