Fara í efni
Hafa samband Frístundastyrkir

Mikilvægar upplýsingar

Hafa samband

Grindavíkurbær: 410 1100 / grindavik@grindavik.is

Reykjanesbær:  421 6700 / reykjanesbaer@reykjanesbaer.is

Suðurnesjabær: 425 3000 /afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Sveitarfélagið Vogar: 440-6200 /skrifstofa@vogar.is

 

Frístundastyrkir

Nánari upplýsingar um frístundastyrki sveitarfélaganna á Suðurnesjum;

Grindavík

Reykjanesbær

Sérstakur frístundastyrkur vegna Covid

Suðurnesjabær

Vogar

Bókasafn Reykjanesbæjar Ævintýri líkast í allt sumar!

Bókasafn Reykjanesbæjar Ævintýri líkast í allt sumar!

Leitin að ævintýraheimum og flottir lestrarvinningar

Það er gaman að lesa, með því að lesa skemmtilegar bækur og taka þátt í fjölbreyttum sumarlestrar leikjum hjálpum við börnum að viðhalda þeirri lestrarfærni sem náðst hefur í skólanum. Þess vegna leggur Bókasafn Reykjanesbæjar áherslu á yndislestur barna og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í tengslum við sumarlestur frá 1. júní til 31. ágúst.

 

Lestrarleikirnir í ár eru ekki ólíkir því sem safnið hefur boðið upp á síðustu ár. Þema ársins er Leitin að ævintýraheimum sem leiðir börn um ævintýraheima barnabókmenntanna og hvetur börn til að heimsækja bókasöfn, safna límmiðum og lesa bækur af ýmsum toga yfir sumartímann. Einnig verður boðið upp á bingó, ratleik, orðleit og óvissupakka líkt og síðustu ár en jafnframt stefnir safnið á að vera með skemmtilegt föndur í bókasafninu í sumar. Lesturinn verður hægt að skrá á þátttökuseðil sem hægt verður að skila í Bókasafn Reykjanesbæjar, á heimasíðu safnsins eða í skólabókasafn. Dreginn verður út lestrarvinningur í hverri viku í allt sumar. Auk þess sem sá grunnskóli í Reykjanesbæ sem er með mesta þátttöku nemenda sinna hlýtur bókagjöf í lok sumarlesturs.

 

Bókasafn Reykjanesbæjar Ævintýri líkast í allt sumar!

 

Sumarlestur er tilvalin samverustund fyrir fjölskyldur, við hvetjum foreldra til að taka þátt í honum, hjálpa börnum sínum við að velja lestrarefni og hafa gaman að.

 

Öll börn fá bókasafnskort endurgjaldslaust til 18 ára aldurs gegn ábyrgð foreldris/forráðamanns. Árgjald fullorðinna er 2.350 kr. en ellilífeyrisþegar, atvinnulausir og öryrkjar fá ókeypis bókasafnskort gegn framvísun skírteinis.