Þorbjörn
Þorbjörn er móbergsfell fyrir ofan Grindavíkurbæ. Fallegt útsýni er á toppnum yfir Grindavík, út að sjó og yfir stóran hluta Reykjaness. Mikil jarðhitamyndun er norðan fyrir við fjallið en þar er stórt jarðhitasvæði þar sem Bláa Lónið er til staðar og Svartsengi. Í norðurhlíð fjallsins er skógrækt og útivistarsvæði sem nefnist Selskógur.