Fara í efni
Hafa samband Frístundastyrkir

Mikilvægar upplýsingar

Hafa samband

Grindavíkurbær: 420 1100 / grindavik@grindavik.is

Reykjanesbær:  421 6700 / reykjanesbaer@reykjanesbaer.is

Suðurnesjabær: 425 3000 /afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Sveitarfélagið Vogar: 440-6200 /skrifstofa@vogar.is

Frístundastyrkir

Nánari upplýsingar um frístundastyrki sveitarfélaganna á Suðurnesjum;

Grindavík

Reykjanesbær

Sérstakur frístundastyrkur vegna Covid

Suðurnesjabær

Vogar

Lyftingadeild Massa kynnir !

Lyftingadeild Massa kynnir !

Kraftlyftinganámskeið


Lyftingadeild UMFN – Massi verður með kraftlyftinganámskeið á
þriðjudögum og fimmtudögum í nóvember og desember

Morgunámskeið milli klukkan 09:30 og 10:30
Síðdegisnámskeið milli klukkan 17: og 18:00

Námskeiðið hentar öllum aldurshópum, fólki í fínu formi jafnt sem fólki sem langar að
komast upp úr sófanum og verða fjallhress með vorinu. Kraftlyftingar eru nefnilega
ekki bara fyrir þá sem ætla að keppa.

Við byrjum á að læra að lyfta rétt og styrkja líkamann. Þeir sem vilja svo keppa geta
tekið þátt í gamlársmóti Massa sem er innanfélagsmót. Þar er hægt er að keppa í
einni, tveimur eða öllum þremur greinum kraftlyftinga.

Fyrir þá sem hyggja á frekari keppni má geta að keppni í kraftlyftingum er
aldursskipt. Aldursflokkarnir eru 14-19 ára, 19-23 ára, 24-40 ára, 40-50 ára, 50-60
ára, 60-70 ára og 70 ára og eldri þannig að það er hvorki of snemmt eða seint að
byrja.

Við Massafólk erum nýkomin af heimsmeistaramóti Masters í Suður Afríku þar sem
keppendur voru frá fertugu til tíræðisaldurs. Íslendingar eignuðust þar tvo tvöfalda
heimsmeistara. Kraftlyftingar hafa verið á mikilli uppleið síðustu árin og ekki síst hjá
konum og svokölluðum Masters flokkum sem eru fyrir fólk 40 ára og eldri, sjá
aldursskiptinguna að ofan.

Við Massafólk tökum vel á móti öllum og langar að sjá fleiri unga iðkendur í bland við
þá eldri.Endilega komið og takið þátt í okkar góða samfélagi.
Skilyrði fyrir þátttöku er gilt kort í Massa, löngun í betra líkamsástand og hellingur
af gleði.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið er bent á að fyrstu tveir tímarnir eru fríir fyrir
þá sem ekki eiga kort í Massa.
Aðalkennari á námskeiðinu er Kristleifur Andrésson íþróttakennari með
alþjóðleg réttindi frá IPF sem þjálfari og dómari í kraftlyftingum. IPF er
skammstöfun fyrir International Powerlifting Federation.

Til aðstoðar verður svo þrautreynt Massafólk í sportinu.
Við eigum þar íslandsmeistara, íslandsmethafa, evrópumeistara og
auðvitað heimsmeistara og heimsmethafa.

Sjáumst svo öll í Massa