
Hlýjan einstaklingsmiðaðuð ráðgjöf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 13 til 18 ára í Reykjanesbæ
Hlýjan er nýtt úrræði þar sem boðið er upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 13 til 18 ára í Reykjanesbæ .
Ungmenni fá viðtal hjá ráðgjafa sem hlustar, veitir stuðning og ráðleggingar við hvers kyns vandamálum, aðstoðar við úrlausnir og/eða hjálpar viðkomandi að komast í viðeigandi úrræði ef þörf er á .
Hlýjan er fyrir alla, ekki þarf tilvísun, tengilið eða boð .
Þjónustan er ungmennum að kostnaðarlausu.
Viðtöl eru bókuð í gegnum smáforritið Noona, undir nafninu: Hlýjan.