Fara í efni
Hafa samband Frístundastyrkir

Mikilvægar upplýsingar

Hafa samband

Grindavíkurbær: 420 1100 / grindavik@grindavik.is

Reykjanesbær:  421 6700 / reykjanesbaer@reykjanesbaer.is

Suðurnesjabær: 425 3000 /afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Sveitarfélagið Vogar: 440-6200 /skrifstofa@vogar.is

Frístundastyrkir

Nánari upplýsingar um frístundastyrki sveitarfélaganna á Suðurnesjum;

Grindavík

Reykjanesbær

Sérstakur frístundastyrkur vegna Covid

Suðurnesjabær

Vogar

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar

Minjafélag Sveitarfélagsins Voga var stofnað 2003. Markmið þess er að viðhalda og varðveita minjar í Sveitarfélaginu Vogum.

Engin formleg félagasamtök með minjavernd að helsta markmiði höfðu fyrir stofnun félagsins verið starfandi í sveitarfélaginu. Einstaklingar munu þó hafa varðveitt töluvert af minjum ásamt því að unnið hefur verið að skráningu sögu sveitarfélagsins. Eitthvað mun einnig vera varðveitt af munum úr Vogum og Vatnsleysuströnd á Byggðasafninu í Keflavík og Minjasafni Akranesi.

Félagið hefur engar fastar tekjur af starfsemi sinni og vinna félagsmenn sjálfboðavinnu við framkvæmdir á vegum þess ásamt því að keypt er vinna iðnaðarmanna við tilfallandi verkefni.

Minjafélagið hefur fengið úthlutað peningastyrkjum frá Húsafriðunarnefnd ríkisins og Sveitarfélaginu Vogum ásamt styrkjum í formi vinnu frá fyrirtækjum og einstaklingum í Vogum.

 

Helstu verkefni félagsins

Norðurkot
Síðsumars árið 2004 fékk félagið Norðurkot á Vatnsleysuströnd að gjöf. Norðurkot var byggt 1903 og hefur mikið menningarsögulegt gildi í sveitarfélaginu en um er að ræða elsta uppistandani skólahús þess (fyrsta skólahúsið var byggt í Suðurkoti í Brunnastaðahverfi 1873 og þar stendur eftir steinhlaðinn grunnur þess). Norðurkot hafði látið illa á sjá enda ekki verið haldið við hin síðari ár. Húsið var flutt á fyrirhugað minjasvæði sveitarfélagsins að Kálfatjörn og er nú lokið við endurgerð utanhúss. Leitast var við að það héldi sem næst sínu upprunalega útliti. Norðurkot mun vera varðveitt sem skólahús þó búið hafi verið í því hin síðari ár. Vinna við lagfæringar innanhúss hefjast af fullum krafti í sumar.

Hugmyndin er að Norðurkot verði nýtt til uppfræðslu á skólasögu sveitarfélagsins og kennsluháttum fyrr á dögum ásamt tilfallandi verkefnum tengdum störfum félagsins.

Skjaldbreið
Hlaðan Skjaldbreið stendur á Kálfatjörn. Skjaldbreið mun hafa verið reist um 1850, líklega af þáverandi ábúendum Kálfatjarnar. Upphaflega hafa allir veggir hennar verið hlaðnir grjóti úr næsta nágrenni, líklega fjörunni, en árið 1926 þegar fjós var byggt við hlöðuna var suðurveggurinn steyptur upp en grjótið notað til þess að drýgja steypuna.

Í áranna rás hefur útlit hlöðunnar breyst nokkuð. Er helsta breytingin sú að árið1946 mun Erlendur, þáverandi bóndi á Kálfatjörn hafa gert kvist á hlöðuna að norðanverðu. Hann hafði eignast nýja dráttarvél þetta sama ár og var kvisturinn byggður til þess að auðvelda aðkomuna vegna heyflutninga.

Bárujárn var á þaki hlöðunnar en upphaflega mun það hafa verið klætt skarsúð með breiðum borðum. Standandi klæðning mun einnig hafa verið á báðum göflunum og er sú klæðning enn sýnileg á vesturgaflinum.

Í desember 2007 fauk þak hlöðunnar og hrundi þá einnig steinsteyptur suðurveggur hlöðunnar frá 1926. segja má að tjónið hafi flýtt fyrir endurbótum því nú hefur lagfæringum á Skjaldbreið verið lokið utan þaks. Veggirnir eru í upprunalegri mynd, unnir úr grjóti úr sveitarfélaginu, m.a. sprengigrjóti af byggingarsvæði á svokölluðu Grænuborgarhverfi og stórgrýti úr fjörunni á Kálfatjörn. Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari og skrúðgarðyrkjumaður hefur haft yfirumsjón með vinnu við hleðslu á veggjum.

Í ljósi tjónsins er þörf á algerri endurnýjun hvað þak varðar. Heillegt timbur og gamlar samsetningar voru varðveittar og munu vera notaðar eins og kostur gefst við endurnýjunina og til leiðbeiningar við smíðar.

Skjaldbreið hefur umtalsvert menningarsögulegt gildi um aðstöðu og lifnaðarhætti útvegsbænda á 19. öld auk þess að vera ómissandi hluti af umhverfinu við kirkjuna og mikilvægur þáttur í sögu staðarins. Samkvæmt aldursákvæði Þjóðminjavarðar er hlaðan Skjaldbreið friðuð.

Gjafir til félagsins

Á haustdögum 2006 var minjafélaginu færð höfðingleg gjöf . Ólafur Erlendsson og fjölskylda frá Kálfatjörn afhentu félaginu gamlan bát sem smíðaður var af Ingimundi Guðmundssyni bónda á Litlabæ og nágranna Kálfatjarnarfólksins.

Báturinn sem er með engeysku lagi er um það bil 65 ára gamall og einn fjölmargra sem Ingimundur smíðaði í smiðjunni á Litlabæ. Hann var síðasti báturinn sem tekinn var upp í Kálfatjarnarvörinni en það var þann 7. ágúst 1974 þegar þeir bræður Ólafur og Gunnar Erlendssynir tóku bátinn upp eftir grásleppuvertíð.

Fyrir minjafélagið er báturinn ómetanlegt framlag til varðveislu menningarsögu sveitarfélagsins. Hann mun væntanlega verða varðveittur á Kálfatjörn. Hugmyndir um byggingu nausts hafa meðal annars verið tíundaðar í því sambandi.

Ásamt því að gefa félaginu Norðurkot og fyrrnefndan bát hafa Ólafur Erlendsson og fjölskylda stutt dyggilega við bakið á félaginu með aðkomu sinni að stofnun og starfsemi þess

Slóð

www.facebook.com/Minja-og-s%C3%B6guf%C3%A9lag-Vatnsleysustrandar-510788858933519/about/?ref=page_internal