

KÓRASTARF 60+
Afþreying fyrir fólk frá 60+
KÓRASTARF
Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum.
Kórinn var stofnaður í september árið 1991 og hefur starfað óslitið síðan þá.
Kórinn æfir í Kirkjulundi einu sinni í viku á þriðjudögum kl. 16.00 til 18.00
Kórstjóri kórsins er Arnór B. Vilbergsson.
Formaður kórsins er Soffía G. Ólafsdóttir.
Við hvetjum alla þá sem hafa gaman að söng og eru orðinr 60 ára og eldri að koma til liðs við kórinn.
Kórinn fer tvisvar á ári á hjúkrunarheimilin á Suðurnesjum og syngur þar fyrir vistmenn.
Eldey hefur tekið þátt í kóramóti á hverju ári með eldri borgara kórum frá Akranesi, Selfossi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði og á næsta ári 2026 mun kóramótið verða haldið hér á Suðurnesjum í Stapaskóla 10.maí 2026.
Við höldum einnig tónleika hér í Reykjanesbæ og höfum nokkrum sinnum farið í nágrannasveitafélögin. Og stundum hitt kóra út á landi.
Kórinn hefur farið erlendis í söngferðalög og er verið að plana slíka ferð til Noregs næsta vor.
Einnig förum við alltaf í óvissuferða að vori, dagsferð, og gerum ýmislegt skemmtilegt saman.
Verið velkomin í hópinn okkar, Eldey, kíktu á æfingu hjá okkur á þriðjudögum kl. 16.00-18.00 í Kirkjulundi, við tökum vel á móti þér.
Í stjórn Eldeyjar eru:
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður
Eygló Alexandersdóttir, gjaldkeri
Fríða Bjarnadóttir, ritari
Ásdís Kristinsdóttir, meðstjórnandi
Laila Valgeirsdóttir, meðstjórnandi.