Frísk 60 ára og eldri
Vilt þú vera hluti af skemmtilegum æfingarhóp sem er sérsniðinn fyrir aldurshópinn 60+. ?
Þá gæti Frísk í Reykjanesbæ verið eitthvað fyrir þig.
Val um að æfa í íþróttahúsi Keflavíkur og einnig í glænýju íþróttahúsi Njarðvíkur í Stapaskóla.
Frísk í Reykjanesbær er heilsueflandi þjónusta fyrir einstaklinga 60 ára og eldri. Starfsemi Frísk í Reykjanesbæ er byggð í kringum hópþjálfun þar sem þátttakendur fá tækifæri á því að stunda líkamsrækt í skemmtilegum félagsskap undir handleiðslu fagmenntaðra þjálfara. Á æfingum er lögð áhersla á styrktar-, þol-, liðleika- og jafnvægisæfingar. Ekki síður er lögð áhersla á andlega og félagslega heilsu og er starfsemin unnin með það að leiðarljósi.
Æfingar fara fram 2x í viku fyrir hádegi og er val um að æfa á mánudögum og miðvikudögum í Njarðvík (stapaskóla) eða á þriðjudögum og fimmtudögum í Keflavík(sunnubraut).
Haustönn stendur yfir frá 18. ágúst- 19. des 2025.
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/keflaviknjardvik/60?country=IS
Ef þig vantar aðstoð við skráningu ekki hika við að hafa samband hér eða í gegnum netfangið kef-nja@frisktilframtidar.com