
Púttklúbbur Suðurnesja vetrarstarf 2025/2026
Púttklúbbur Suðurnesja
Púttklúbbur Suðurnesja er líflegur og skemmtilegur félagsskapur eldri borgara sem hittist alla virka daga yfir vetrartímann í gömlu slökkvistöðinni við Hringbraut. Þar njóta félagsmenn samveru, og léttrar hreyfingar í góðum félagsskap. Klúbburinn leggur áherslu á gleði, hreyfingu og félagslega virkni og hefur reynst mörgum dýrmætur vettvangur til að halda sér virkum og viðhalda góðum tengslum í samfélaginu. Allir eldri borgarar eru velkomnir að slást í hópinn og prófa púttið!
Heilsueflandi samfélag í Reykjanesbæ