

Danskompaní kynnir !
DansKompaní leggur metnað sinn í að bjóða uppá fjölbreytt dansnámskeið fyrir alla aldurshópa.
Sumardansnámskeið DansKompaní eru stutt, skemmtileg og góð kynning áður en vetrarstarfið hefst af fullum krafti í haust. Við bjóðum uppá 3ja vikna sumardansnámskeið. Þetta verða 100% danstímar fyrir byrjendur og lengra komna. Við verðum með skemmtilega danstíma fyrir stráka og stelpur, þar sem kenndar verða flottar dansrútínur!
Námskeið
Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga í þrjár vikur frá 5. -23.júní. Nemendum er skipt í aldursflokka en námskeiðin verða í boði fyrir 4-20+ ára.
Skráning og upplýsingar á www.danskompani.is
Hlökkum til að dansa með ykkur inn í sumarið!