Félagsmiðstöðin í Fjörheimum kynnir starf fyrir 10 - 15 ára !
Félagsmiðstöðin í Fjörheimum býður upp á eitt virkasta félagsmiðstöðvastarf á Íslandi og eru opnanir alla virka daga fyrir alla grunnskólanemendur í Reykjanesbæ á aldrinum 10-15 ára. Opnanirnar eru aldurskiptar milli miðstigs og unglingastigs.
Dagskrá er birt mánaðarlega. Boðið er upp á allskyns afþreyingu og er dagskráin afar fjölbreytt svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Í Fjörheimum/88 húsinu eru starfandi fjölmargir öflugir klúbbar og annað hópastarf sem er ýmist á vegum Fjörheima eða annarra hópa úr samfélaginu.
Nánari upplýsingar á www.fjorheimar.is