

Fjörheimar félagsmiðstöð kynna !
Félagsmiðstöðin í Fjörheimum býður uppá eitt virkasta félagsmiðstöðvastarf á Íslandi og eru opnanir alla virka daga fyrir alla grunnskólanemendur í Reykjanesbæ á aldrinum 10-15 ára. Opnanir eru aldurskiptar milli miðstigs og unglingastigs og eru þrjár opnanir fyrir unglingastig og tvær fyrir miðstig í hverri viku.
Opnanir fyrir miðstig:
þriðjudaga og fimmtudaga kl.18:30 - 20:00
Dagskrá er birt mánaðarlega og allar opnanir eru auglýstar á samfélagsmiðlum Fjörheima, hana má einnig finna á heimasíðunni www.fjorheimar.is
Félagsmiðstöðin heldur einnig úti öflugu klúbbastarfi sem breytist milli skólaára og er alltaf geysivinsælt.