
Golfæfingar fyrir börn
GSG ætlar að taka vel á móti börnum og ungmönnum sem langar í reglubundna íþróttaiðkun. Golf er íþrótt sem nær til eldri sem yngri sem una sér í hópíþróttum og ennfremur einstaklingsíþróttum.
Í sumar ætlum við að standa fyrir því að börn og ungmenni hafi kost á því að stunda golf í Suðurnesjabæ og reglubundum æfingum og námskeiðum á ársgrundvelli.
Fyrir börn og ungmenni sem eru félagsmenn í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG)er aðgangur að skipulögðum æfingum allt að þrisvar í viku á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum fyrir 15 ára og yngri og 5 námskeiðum hvert í 4 daga með PGA kennara fyrsta námskeiðið byrjar 12. júní 2023.
Til að skrá sig í Golfklúbb Sandgerðis og taka þátt í reglubundnum golfæfingum skal hafa samband við Ari Gylfason arigylfa@simnet.is.