
Golfklúbbur Suðurnesja kynnir !
HÓLMSVÖLLUR Í LEIRU
Velkomin á Hólmsvöll í Leiru — þar sem stórbrotin náttúra og frábær golfupplifun mætast.
Stutt er í Leiruna en völlurinn lætur engan ósnortinn. Hólmsvöllur í Leiru býður upp á 18 holur þar sem fegurð Faxaflóa, hrjúf hraunbreiða og fjölbreytt hönnun sameinast í einstakri upplifun fyrir kylfinga á öllum getustigum.
Völlurinn hefur verið uppfærður á síðustu árum, og árið 2024 voru gerðar breytingar sem bættu flæði brautanna. Nú hefst hringurinn á aðgengilegri hátt þar sem leikmenn fá tækifæri til að komast mjúklega inn í leikinn, en lokaholurnar bjóða upp á rólega og sjónræna endaspretti þar sem útsýnið frá 18. flöt spannar nánast allan völlinn.
En ekki láta friðsældina blekkja þig. Holur 10 til 14 eru eru Halelúja Hornið (''Amen corner'') Íslands – fimm holna kafli sem krefst nákvæmni, útsjónarsemi og fullrar einbeitingar.
Perla vallarins er án efa 12. holan, Bergvíkin — víðfræg par-3 hola sem margir kalla þá mögnuðustu á landinu. Hér þarf að slá yfir opið haf, allt að 180 metra, og aðeins hinir djörfustu ná flötinni í einu höggi. Þetta er ein af þeim golfholum sem maður gleymir aldrei.
Hólmsvöllur hefur um árabil verið vettvangur stórmóta. Íslandsmótið í höggleik fór fram hér árið 2024, og árið 2026 mun Leiran hýsa Íslandsmótið í holukeppni.
Á svæðinu er að finna glæsilegt klúbbhús þar sem hægt er að njóta ljúffengra veitinga og útsýnis yfir völlinn og strandlengjuna.
Við bjóðum upp á leigu á kylfum og kerrum — og hvetjum alla kylfinga, nær og fjær, til að koma og upplifa einstaka stemningu í Leirunni.
Nánari upplýsingar eru veittar á gs.is eða á netfangið gs@gs.is
Hlekkur til að versla aðild https://www.abler.io/shop/gs