
Hestur í fóstur !
HESTUR Í FÓSTUR
Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna.
Á þessu námskeiði er lært að hugsa um hesta því hestamennskan snýst ekki bara um að stíga á bak og ríða af stað. Kennt er að umgangast hestinn, kemba honum, moka stíuna, leggja á hestinn og hvernig á að meðhöndla reiðtygi ogfl.
Þátttakandinn fær hest, hjálm, öryggisbrynju og reiðtygi, koma þarf klæddur eftir veðri
Námskeiðið er opið öllum, hver tími er 1 ½ - 2 klst í senn og byrjar 8 janúar
Allar nánari upplýsingar fást hjá Guðrúnu í gegnum netfangið hesturfostur@gmail.com