
Jóga
5 vikna jóganámskeið þar sem kennt er Hatha jóga og unnið með öndun, stöður og slökun. Með því að stunda jóga nærum við líkamann og sál og sköpum jafnvægi í stoðkerfinu. Með stundun Hatha jóga eflirðu núvitund, eykur einbeitingu og skapar jafnvægi í líkama og huga.
Jógatímar fara fram í litla sal í íþróttamiðstöðinni Vogum á mánudögum og fimmtudögum kl 19:30 – 20:30.
Þjálfari: Elísabet Kvaran, ÍAK einkaþjálfari og jógakennari
Allir velkomnir í prufutíma.