
KFUM og KFUK Suðurnes kynnir !
KFUM og KFUK Suðurnes eru frjáls félagasamtök sem byggja á sama grunni og þjóðkirkjan á Íslandi. Starf KFUM og KFUK er umfangsmikið og fjölbreytt og býður upp á spennandi dagskrá fyrir börn á unglinga á aldrinum 7 – 16 ára. Fundir eru vikulega, aldurskiptir og í um eina klukkustund í senn. Á fundum er m.a. farið í hópleiki, bingó, bandý, Gagaball, sungið, leikin leikrit, listsköpun fær sinn sess, farið í ferðalög eða á viðburði. Í anda starfs okkar inniheldur hver fundur fræðslu út frá Guðs orði.
Fundarstaðir eru í Keflavík, Innri Njarðvík og Ásbrú.
Vinadeild drengja og stúlkna í 2. - 4. bekk alla mánudaga kl. 14.30 - 15.30 Yngri deild drengja 5. - 7. bekkur alla þriðjudaga kl. 17.30 - 18.30 Yngri deild stúlkna 5. - 7. bekkur alla miðvikudaga kl. 19.30 - 20.30 Unglingadeild stúlkna og drengja í 8. - 10. bekk alla sunnudaga kl. 20.00 - 21.30
Nánari upplýsingar um fundartíma eru birtar á fésbókarsíðu félagsins KFUM og KFUK Suðurnes