
Kofabyggð Skátafélagsins Heiðabúa
Skráning er hafin í kofabyggð á vegum skátafélagsins Heiðabúa 2023 fyrir börn fædd 2011-2016.
Námskeiðið fer fram 19.júní - 13. júlí 2023 kl. 13-16. Er staðsett á malarvellinum á móti skátahúsinu. Þátttakendur þurfa að koma klæddir eftir veðri, koma með nesti og hamar.
Verð er 15.000 kr, Innifalið er allt bygginarefni ásamt aðgangi að sög. Einnig býðst þátttakendum að taka kofann heim að loknu námskeiði.
Skráning fer fram undir þessum link: https://www.sportabler.com/shop/heidabuar/1
https://www.facebook.com/heidabuar