
Körfuknattleiksdeild UMFN kynnir !
Körfuknattleiksdeild UMFN
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur býður upp á æfingar við frábærar aðstæður fyrir börn á öllum aldri.
Við hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur leggjum mikið upp úr skemmtilegum æfingum og að krakkarnir njóti sín sem best en erum jafnframt með hóp vel valdra þjálfara sem bjóða upp á krefjandi æfingar.
Æft verður mikið í sumar og nóg af æfingum í boði. Körfuboltinn er orðinn heilsársíþrótt og er sumarið tíminn til að bæta sig, þá sérstaklega í einstaklingsæfingum, tækni og skotum. Farið verður vel í þessa þætti í sumar.
Æfingar verða fyrir iðkendur fædda 2004-2016. Allar upplýsingar um sumaræfingarnar verða kynntar inn á heimasíðufélagsins www.umfn.is [1] um miðjan maí.
Einnig verður hinn árlegi körfuboltaskóli en tvö námskeið verða í sumar fyrir börn fædd 2012-2016. Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum póstfangið aggiogsvava@simnet.is og mun opna fyrir skráningar um miðjan maí. Skólinn er í íþróttahúsinu við Akurskóla eins og síðustu ár.
Allir í Njarðvík.
Skráningarvefur UMFN.
https://www.sportabler.com/shop/njardvik
Allar upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu UMFN