
Listanámskeið
Boðið verður upp á listanámskeið fyrir þá sem voru að ljúka 5. - 7. bekk.
Námskeiðið verður í haldið 19.-23. júní og verður í og við félagsmiðstöðina Eldingu. Námskeiðið er frá kl. 9:00-14:00 og tekin er nestispása í hádeginu.
Á námskeðinu verður farið yfir málningatækni, teikningar, leir, skúlptúrsgerð og fleira.
Námskeiðið fer fram innandyra og utandyra þannig gott væri að huga að koma í fötum sem hægt er að nýta inni og úti sem mega þola málingarslettur.
Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í skapa og föndra.
Leiðbeinandi er Víglundur Guðmundsson
Verð: 7500 kr.