Njarðvíkur prestakall kynnir Sumarfjör - Leikjanámskeið fyrir 6-8 ára í sumar !
Njarðvíkur prestakall kynnir Sumarfjör - Leikjanámskeið fyrir 6-8 ára í sumar
Námskeiði er frá mánudeginum 10. júní til föstudagsins 14. júní. Miðað er við að börnin hafi lokið
1. bekk. Staðsetning: Safnaðarheimilið Innri Njarðvík
Námskeiðin eru frá kl. 9:00-16:00. Húsið opnar kl.8:45
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Við munum fara í ýmsa leiðangra í nágrenninu og fara í fjölbreytta inni- eða útileiki og íþróttir. Auk þess ætlum við að föndra, syngja og bjóða upp á ýmsar stöðvar í frjálsu vali, svo fátt eitt sé nefnt. Markmið okkar er að efla sjálfstraust barnanna og valdefla í gegnum leik og fræðslu, og stuðla að vináttu og kærleika. Á hverjum degi munum við hafa fræðslu um lífið og tilveruna út frá kristilegum gildum. Það eru tveir starfsmenn sem halda utan um Sumarfjörs námskeiðið, þær Halla Marie Smith æskulýðsfulltrúi Njarðvíkurprestakalls og tómstundafræðingur, og Oddný Þórhallsdóttir kennari, auk ungleiðtogar.
Kostnaður og skipulag
Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestistundir yfir daginn. Við mælum með að börnin komi með hollt og gott nesti með sér og merktan vatnsbrúsa. Boðið verður upp á pylsu, djús og íspartý í hádeginu á lokadegi námskeiðsins.
Takmarkað pláss í boði.
Þáttökugjaldið er greitt á sama tíma og barnið er skráð á námskeiðið.
Verð á námskeiði er 18.200 kr. Veittur er 20% systkinaafsláttur.
Lagt inn á bankareikning kirkjunnar bankaupplýsingar:
147-26-004444 / kt 6601695639
Sendið kvittun á halla@njardvikurkirkjur.is
Hafið samband við Höllu Marie æskulýðsfulltrúa ef einhverjar spurningar vakna.
Netfang: halla@njardvikurkirkjur.is
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSecvw3KKRtgBA6H2B6mYxlbAoOT9H3clnruTIOdzcosfBgTKg/viewform