


Sérstakur styrkur
Íslenska (english below)
Hægt er að sækja um styrk til Suðurnesjabæjar vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Hann er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2006-2015 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 782.200 krónur á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2021. Styrkurinn er 25.000 krónur fyrir hvert barn.
Það er einnig hægt að sækja um 35.000 króna Frístundastyrks vegna barna á aldrinum 0 til 18 ára til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta,- tómstunda- og listgreinastarfi. https://www.sudurnesjabaer.is/is/thjonusta/fristundir/fristundastyrkur
Það er svona einfalt að sækja um viðbótar íþrótta- og tómstundastyrk
Þú skráir þig inn á https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs með rafrænum skilríkjum og samþykkir að upplýsingar um tekjur séu sóttar til skattayfirvalda (RSK) svo hægt sé að staðfesta að heimilið falli undir tekjuviðmiðið. Athugið að sé um hjón/sambúðarfólk að ræða þurfa báðir aðilar að samþykkja.
Ef þú færð svar um að þú eigir rétt á styrk ferðu sjálfkrafa inn á umsóknarsíðu um styrkinn.
Mikilvægar upplýsingar
Það er hægt að sækja um styrk til og með 31. júní 2021
Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021.
Fyrirspurnum um styrkinn skal beint á afgreidsla@sudurnesjabaer.is en einnig er hægt að hringja í þjónustuver Suðurnesjabæjar í síma 425-3000 með fyrirspurnir og óska eftir aðstoð við að sækja um styrkinn.
Barn sem er ekki í skipulögðu frístundastarfi
Ef barnið þitt er ekki í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- eða æskulýðsstarfi þá hvetjum við þig til fara inn á www.fristundir.is og kynna þér það fjölbreytta barnastarf sem boðið er upp á.
Mikilvægt er að ganga frá skráningu í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf og sækja um viðbótarstyrkinn fyrir 15. apríl 2021.
English
25.000 KR. support for families
Now it is possible to apply for a grant regarding children’s participation in sports and leisure. This support is granted to the families of children born 2006-2015, living in homes where the average income of supporters, individuals, married or in a registered partnership, was lower than 782.200 ISK per month between March and July 2021.
The support is 25.000 KR. for each child.
It is this easy to apply for support:
You register at https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs with your electronic ID. There you confirm that you agree on information regarding your income from Tax authorities will be downloaded. Then it is possible to verify if the home of the specific child is under the income criteria. If a couple is sharing the household, both participants need to apply.
If you get a reply that you are eligible for the grant, you are automatically transformed to the application page.
Important information
Applications can be submitted until 31 of december 2021.
The support is granted for recreational activities in the school year of 2021-2022
Any questions regarding the support are answered at afgreidsla@sudurnesjabaer.is or at the service center, tel: 425-3000.