






Siglingafélagfélagið Knörr kynnir !
Siglingafélagið Knörr
FormSIGLINGANÁMSKEIÐ 2023
Siglingafélagið Knörr mun bjóða upp á siglinganámskeið fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri, fædd 2013 og fyrr. Markmiðið er að gefa ungmennum tækifæri til að kynnast sjónum og hvernig við umgöngumst hann á öruggan hátt. Á námskeiðunum læra þátttakendurnir að bregðast við síbreytilegum aðstæðum á sjó, sigla á kayak og seglbátum, fylgja öryggis- og siglingareglum og umgengni um báta og búnað þeirra. Markmiðið er alltaf að dagskrá námskeiðanna sé fjölbreytt, þroskandi og skemmtileg en líka að nemendur læri undirstöðuatriði siglinga. Kennt er í aðstöðu Knarrar við smábátahöfnina í Keflavík.
Sviðmyndir af námskeiðum félagsins síðastliðið sumar Sumarnámskeið 2022
Námskeiðsgjald: 5.000-10.000 kr.
Námskeið:
Siglinganámskeið fyrir 10-15 ára
Siglingafélagið Knörr býður upp á siglinganámskeið fyrir börn og unglinga, 10 ára og eldri. Fyrsta námskeiðið hefst 12. júní. Námskeiðin fara fram í aðstöðu félags við smábátahöfnina í Keflavík.
Kynningarnámskeið kostar: 6.000kr
Vikunámskeið kostar: 10.000kr
Námskeiðsdagar í boði eru:
- Kynningarnámskeið 12. - 14. júní, kl. 16:00-18:30
- Námskeið 19. - 23. júní, kl. 09:00-11:30
- Námskeið 19. - 23. júní, kl. 12.30-15:00
- Námskeið 3. - 8. Júlí, kl. 09:00-11:30
- Námskeið 3. - 8. Júlí, kl. 12:30-15:00
Önnur námskeið verða auglýst síðar.
Skráning: Til að skrá sig á námskeið þarf að senda eftirfarandi upplýsingar á knorrsailing@gmail.com
Númer námskeiðs:
Nafn:
Kennitala:
Heimilisfang:
Nafn forráðamans:
Símanúmer:
Netfang:
Skráning: Til að skrá sig á námskeið þarf að senda eftirfarandi upplýsingar á knorrsailing@gmail.com
Búnaður: Ætlast er til að þátttakendur komi klæddir eftir veðri. Ekki er mælt með stígvélum heldur frekar gömlum strigaskóm meðan á námskeiði stendur. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis auka föt, auka skó ásamt góðu handklæði og plastpoka utan um blaut föt. Að sjálfsögðu fá allir björgunarvesti til afnota á námskeiðunum enda algjört skilyrði að klæðast þeim þegar haldið er út á sjó. Blautgalli er ekki nauðsynlegur en mjög hentugur. Þjálfari á öryggisbát fylgir nemendum þegar farið er út á sjó.