Sumarfjör Listasmiðjunnar 2024
Listasmiðja Reykjaness ætlar að bjóða upp á skemmtilega sumarsmiðju fyrir listræn börn og ungmenni á aldrinum 7 – 12 ára. Verkefnið er keyrt í samstarfi við Fjörheima Félagsmiðstöð og Vinnuskóla Reykjanesbæjar.
Umsjónarmaður sumarsmiðjunnar er menntaður listamaður og starfsmaður Fjörheima, Omar Ricardo Rondon.
Hann hefur unnið með börnum í fjölmörg ár og stýrt Listasmiðju Reykjaness síðastliðin ár.
Dagskrá smiðjunnar verður mjög fjölbreytt og skemmtileg og enginn dagur eins. Börn og ungmenni munu fara í vettvangsheimsóknir, útileiki, stunda listmálun, gera slím, teikningar, föndur og allskyns sköpun.
Listasmiðja Reykjaness er samfélagsverkefni þar sem lagt er upp með að efla sjálfsmynd, sköpunargáfu og félagsfærni í öruggu umhverfi.
Verð fyrir allt sumarið (4 vikur, 4 skipti í viku, alls 16 skipti) er 25.000 kr.
Einnig er möguleiki á því að skrá börn og ungmenni í tvær vikur eða jafnvel eina viku.
Senda þarf tölvupóst á leiðbeinanda varðandi verð fyrir slíkt.
Netfang leiðbeinanda er: omar.r.r.guerrero@reykjanesbaer.is
Skráning hér