Unglingadeildin Klettur kynnir !
Unglingadeildin Klettur verður starfandi í vetur sem og fyrri ár. Starfið okkar er fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Fundir eru haldnir á fimmtudagskvöldum kl 20 í húsi Björgunarsveitarinnar Suðurnes að Holtsgötu 51. Fyrsti fundur vetrarins er fimmtudaginn nk, 8. september.
Það kostar ekkert að taka þátt í starfinu en farið er í 1-3 ferðir yfir veturinn og þær kosta smávegis, yfirleitt nokkra þúsundkalla.
Nánari lýsing: Í starfi unglingadeildarinnar kynnast unglingarnir flestu sem við kemur björgunarstarfi í formi fyrirlestra, æfinga og leikja - til dæmis sig, leitartækni, fyrstu hjálp, almenna ferðamennsku, rötun og umgengni við slöngubáta. Unglingadeildin aðstoðar einnig björgunarsveitina í fjáröflunum eins og flugeldasölu og sölu á neyðarkalli.
Fundir fara ýmist fram úti eða inni, oft óháð veðri, og því mikilvægt að unglingarnir mæti klæddir eftir veðri.