
Virkjun mannauðs Reykjanesbæ kynnir !
Virkjun mannauðs í Reykjanesbæ
Virkjun mannauðs í Reykjanesbæ er tómstundamiðstöð staðsett við Flugvallabraut 740 (Ásbrú). Opnunartími er 08.00 - 16.00 á mánudögum og fimmtudögum.
Margvísleg afþreying er í boði hjá Virkjun, svo sem billjard, pílukast, smíðastofa, föndurherbergi og kaffiaðstaða. Að auki hefur Bridgefélag Reykjanesbæjar og Flugmódelaklúbburinn aðstöðu í húsnæðinu. Virkjun er opin fyrir 18 ára og eldri.
Allar nánari upplýsingar varðandi virkjunina eru veittar á netfanginu hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is
Íþrótta- og tómstundafulltrúi.