Kofabyggð Skátafélagsins Heiðabúa
Kofabyggð Skátafélagsins Heiðabúa
Hafa samband
Grindavíkurbær: 410 1100 / grindavik@grindavik.is
Reykjanesbær: 421 6700 / reykjanesbaer@reykjanesbaer.is
Suðurnesjabær: 425 3000 /afgreidsla@sudurnesjabaer.is
Sveitarfélagið Vogar: 440-6200 /skrifstofa@vogar.is
Nánari upplýsingar um frístundastyrki sveitarfélaganna á Suðurnesjum;
Grindavík
Sérstakur frístundastyrkur vegna Covid
Vogar
Frístundavefur hefur að geyma upplýsingar um frístundastarf fyrir alla aldurshópa sem í boði er á öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum . Hægt er að skoða framboð eftir aldri og eftir staðsetningu. Á vefnum má einnig finna hugmyndir af skemmtilegum stöðum fyrir útivist og samveru.
Í boði eru jóganámskeið fyrir konur í Íþróttamiðstöð Garði.
Boðið er upp á þrek í tækjasal með þjálfara 4x í viku
Í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði eru æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 10.
Í íþróttamiðstöðinn í Garði eru æfingar eru á þriðjudögum og föstudögum kl. 10:00.
Frítt fyrir 67 ára og eldri.
Hefst 3. september í Garði og 12. september í Sandgerði
Þjálfari: Þuðríður Þorkelsdóttir ÍAK einkaþjálfari (Þurý)
Dæmi um ávinning af líkamsþjálfun aldraðra eru til dæmis:
- Aukinn Vöðvastyrkur
- Betra jafnvægi og þar af leiðandi minni byltuhætta
- Aukið úthald við dagleg störf og tómstundir
- Aukinn liðleiki
- Hægir á beinþynningu
-Bætt starfsemi hjarta og æðakerfis
- Betri andleg líðan
Unglingastarf fyrir 8.-10. bekk í Safnaðarheimilinu í Sandgerði á þriðjudögum kl. 20
Hópar eru opnir öllum unglingum á viðkomandi aldursbili óháð búsetu.
Umsjónarmaður er Sigrún Harpa Arnrúnardóttir með henni eru Petra Wium Sveinsdóttir og Ástrós Kristjánsdóttir.
Nánari upplýsingar veitir sóknarprestur í s. 8952243 og srsgs@simnet.is.
Þríþrautardeild UMFN bíður uppá æfingar í þríþraut. Einnig hægt að æfa stakar greinar, sund, hjól eða hlaup.
Vír – Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness er umráðafélag Sólbrekku svæðisins sem inniheldur Motocross og Enduro æfinga og keppnissvæði.
Vír er með reglulegar motocross æfingar fyrir börn á öllum aldri. Nánari upplýsingar er hægt að finna á facebook síðum vír :
https://www.facebook.com/virmotosports og barnastarfið: https://www.facebook.com/BarnastarfVIR
Eða senda tölvupóst á virmotosports @gmail.com
Kvikan er menningarhús Grindvíkinga. Fjölbreytt menningarstarf fer fram í Kvikunni, s.s. sýningar, viðburðir, fyrirlestrar, kóræfingar o.fl. Þá er alltaf heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi. Á efri hæð hússins er hægt að kynna sér sögu saltfiskvinnslu á Íslandi á skemmtilegan hátt.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16 í íþróttamiðstöð Garðs
Kennari: Guðríður Brynjarsdóttir
Það verða fjölbreytt og skemmtileg námskeið hjá taekwondo deild Keflavíkur í sumar. Námskeiðin verða fyrir krakka á öllum aldri sem og fullorðna.
Vír er með reglulegar motocross æfingar fyrir börn á öllum aldri. Nánari upplýsingar er hægt að finna á facebook síðum Vír:
Sundlaugin í Garði býður alla hjartanlega velkomna. Þar er í boðið upp á 25 x 8 metra glæsilega útisundlaug, heita potta, vaðlaug, gufubað og rennibraut
Stafganga er í boði fyrir eldri borgar og öryrkja tvisvar sinnum í viku. Lagt er af stað frá Miðhúsum kl. 9:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Eftir gönguna er farið inn og gerðar léttar æfingar.
Æfingar byrja í október
Leiðbeinandi er Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir.
Körfuboltaæfingar fyrir unglinga í íþróttamiðstöð Sandgerðis
Æfingarnar fyrir 2007, 2008 og 2009 eru á eftirfarandi tímum
Mánudaga 16:30-17:30
Þriðjudaga 18:00-19:00
Föstudaga 16:30-17:30
þjálfari er Daði Bergþórsson.
Hestamannafélagið Máni er með...
Útivistartími barna og ungmenna sumarið 2022
Í Grindavík er 25 metra sundlaug, tveir heitir pottar, kaldur pottur, vatnsrennibraut og notarlegur leikpottur fyrir börnin. Við pottana er saunabað.
Boccia æfingar eru í Miðhúsum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:00-15:45. Eldri borgarar og öryrkjar hvattir til þátttöku.
Leikja- og útivistarnámskeið verða í boði í báðum byggðarkjörnum Suðurnesjabæjar í sumar. Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2012-2016. Á námskeiðunum verður mikið um útiveru, leiki, íþróttir, vettvangsferðir og allskyns fjör.
Umsjónarmaður námskeiðsins er Una Margrét Einarsdóttir, Þóra Kristín Klemensdóttir og Ólafur Fannar Þórhallsson
Námskeiðin eru frá kl. 9:00-12:00
Námskeið 1: 7. júní - 16. júní í Garði
Námskeið 2: 20. júní - 1. júlí í Sandgerði
Námskeið 3: 3. júlí - 15. júlí Garður
Námskeið 4: 2. - 12. ágúst fyrir hádegi Sandgerði
Námskeið 5: 2. - 12. ágúst eftir hádegi Garður
Námskeiðsgjald er 5000 kr
Skráning á námskeiðin eru HÉR
Í Auðarstofu að Heiðartúni 2 í Garði er öflugt félagsstarf í boði fyrir eldri borgara og öryrkja.
Opnunartími
Þriðjudaga kl. 13:00 - 16:00
Miðvikudaga kl. 13:00 - 16:00
Fimmtudaga kl. 13:00 - 16:00
Nánari upplýsingar má sjá á Auðarstofa á facebook.
Flott þrek er lokað námskeið aðeins fyrir stráka. Námskeiðið er bæði í boði í Íþróttamiðstöð Sandgerðis og Íþróttamiðstöð Garðs. Flott þrek bíður upp á nokkurra vikna námskeið í senn.
Íþróttamiðstöð Garðs
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:50-19:50
Íþróttamiðstöð Sandgerðis
Mánudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 18:50-19:50
20 skipti = 22.000 kr.
Þjálfarar eru Þurý og Doddi, ÍAK einkaþjálfarar.
Sundæfingar fyrir krakka 5 ára og eldri í Suðurnesjabæ fara fram bæði í Íþróttamiðstöð Garðs og Sandgerðis á eftirfarandi tímum.
Þjálfari raðar í hópa eftir aldri og getu.
Æfingargjöld fyrir hverja önn;
2 x í viku 20.000 kr
3 x í viku 25.000 kr
4 x í viku 30.000 kr.
Þjálfari er Jóhanna Sigurjónsdóttir.
Nánari upplýsingar hjá Jóhönnu í s.696-0143
Félagsmiðstöðin Eldingin er fyrir unglinga í 5.- 10. bekk og er staðsett í Heiðartúni 2, Garði.
Opnunartími er eftirfarandi:
Mánudaga kl. 20:00-22:00 (fyrir 8.-10. bekk)
Miðvikudaga kl. 20:00-22:00 (fyrir 8.-10. bekk)
Fimmtudaga kl.18.20-20.00 (fyrir 5.-7.bekk)
Föstudaga kl. 20:00-22:00 (fyrir 8.-10. bekk)
Gospelbarnakór Útskálakirkju fyrir. 1.-5. bekk í Kiwanishúsinu í Garði á þriðjudögum kl. 16:15 -17:15
Stjórnandi: Keith Reed
Það er gaman að lesa, með því að lesa skemmtilegar bækur og taka þátt í fjölbreyttum sumarlestrarleikjum hjálpum við börnum að viðhalda þeirri lestrarfærni sem náðst hefur í skólanum. Þess vegna leggur Bókasafn Reykjanesbæjar áherslu á yndislestur barna og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í tengslum við sumarlestur frá 1. júní til 31. ágúst.
Íþróttamiðstöð Sandgerðis býður upp á þrekæfingar fyrir unglinga í vetur
Í Tónlistarskólanum í Garði er boðið upp á kennslu á hin ýmsu hljóðfæri t.d. trompet, básúnu, horn, túbu, þverflautu, saxófón, blokkflautu, gítar, bassa, slagverk, harmonikku, píanó, fiðlu, selló og söng auk tónfræðigreina, samsöngs, bjöllukórs og ýmissa samspila.
í Suðurnesjabæ eru ýmsar gönguleiðir og er m.a. hægt að ganga strandlengjuna á milli íbúðakjarnanna Sandgerðis og Garðs og um heiðina. Þegar fjaran er gengin má glöggt sjá margbreytileikann í fjörusandinum sem tekur breytingum, er ýmist svartur eða ljós. Árið 2020 varð svo stígurinn á milli Garðs og Sandgerðis tilbúinn og hefur stígurinn verið vel nýttur af íbúum Suðurnesjabæjar.
Fundir hjá Kvennfélaginu eru á fyrsta þriðjudagskvöld í mánuði (ekki á sumrin) á Heiðarbraut 8 í Sandgerði.
Kvenfélagið hvöt er líknarfélag sem aflar fjár með því t.d. að sjá um fermingarveislur, erfidrykkjur, kaffisölu o.fl og fjármagnið sem safnast fer í góð málfeni í bænum.
Nánari upplýsingar hjá , Bylgju Dröfn Olsen Jónsdóttir s. 8614760
Sjósund er vaxandi sport hér á Suðurnesjum sem víðar. Fjaran við Garðskaga þykir sérlega heppileg til sjósundsiðkunar og er vinsælt að dýfa sér þar ofan í kaldan sjóinn.
Í boði eru námskeið í Zúmba dansnámskeið í Íþróttamiðstöð Sandgerðis á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15
Næsta námskeið hefst 9. september
Skemmtileg hreyfing og hress hópur.
Nánari upplýsingar og skráning í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvar Sandgerðis.
Félagsmiðstöðin Skýjaborg er staðstett í Skólastræti 1 í Sandgerði. Þar er opið fyrir unglingastig í frímínútum og hádegismat virka daga. Kvöldopnanir eru eftirfarandi:
Júdó er frábær alhliða íþrótt sem styrkir iðkendur á sál og líkama. Júdó hentar breiðum hópi fólks, stelpum og strákum, konum og körlum.
Júdóæfingar eru haldnar í júdosal íþróttahúss Grindavíkur mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
12 ára og yngri æfa kl. 17 til 18
13 ára og eldri æfa kl. 18 til 19.
Þjálfari er Arnar Már Jónsson
Allir velkomnir á æfingu!
Á mánudögum er prjónaklúbbur í Lionshúsinu klukkan 20- ca. 23:00.
Þorbjörn er móbergsfell fyrir ofan Grindavíkurbæ. Fallegt útsýni er á toppnum yfir Grindavík, út að sjó og yfir stóran hluta Reykjaness. Mikil jarðhitamyndun er norðan fyrir við fjallið en þar er stórt jarðhitasvæði þar sem Bláa Lónið er til staðar og Svartsengi. Í norðurhlíð fjallsins er skógrækt og útivistarsvæði sem nefnist Selskógur.
Fyrir börn fædd 2016 - 2018
Flott þrek er lokað námskeið aðeins fyrir stelpur námskeiðið er bæði í boði í Íþróttamiðstöð Sandgerðis og Íþróttamiðstöð Garðs. Flott þrek bíður upp á nokkurra vikna námskeið í senn.
Íþróttamiðstöð Garðs
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:35 - 17:35.
20 skipti = 22.000 kr.
Þjálfarar eru Þurý og Doddi, ÍAK einkaþjálfarar.
Sandgerðislaug er róleg og notaleg sundlaug. Í boði eru tveir heitir pottar, kaldur pottur (ísbað) og vaðlaug sem er fullkomin til afslöppunar að ógleymdri rennibrautarlauginni. Huggulegt gufubað er við laugina og nóg er af sólbekkjum við sundlaugarbakka.
Fyrir börn á aldrinum 2010 - 2015
Fjaran á Garðskaga er vinsæll útivistarstaður og er einn ævintýraheimur fyrir börnin. Þar er að finna fjölbreytt fuglalíf og oft má sjá flóru farfugla á landinu frá vori og fram á haustið. Þeir sem ekki þekkja fuglana geta kynnt sér þá á veglegum skiltum sem sett hafa verið upp við bílastæði gamla vitans. Garðssjór er vinsæll til hvalaskoðunar og landselir sitja tíðum uppi á Skagaflös eða Lambarifi. Útselir sjást stundum, oftast á sundi. Höfrungategundin hnýðingur er algengastur en hrefnur sjást reglulega og hnúfubakar eru alltíðir yfir sumartímann, sérstaklega í júlí.
Það er skemmtileg útivistarstund að skoða listaverkin í bænum.
Í tónlistarskóla Sandgerðis er mikið og fjölbreytt nám í boði fyrir fjölbreytta aldurshópa.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur býður upp á æfingar við frábærar aðstæður fyrir börn á öllum aldri.
Við hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur leggjum mikið upp úr skemmtilegum æfingum og að krakkarnir njóti sín sem best en erum jafnframt með hóp vel valdra þjálfara sem bjóða upp á krefjandi æfingar.
Vetraropnun bókasafns Suðurnesjabæjar í Sandgerði.
Almennur opnunartími
Mánudagur til fimmtudagur 08.15-17.30
Föstudagur 08.15-12.00.
Miðvikudagar: Foreldramorgnar í Kiwanishúsinu í Garði kl. 11:00. Umsjón hefur Kristjana Kjartansdóttir (Sjana)
Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið í formi leikja, íþrótta og ævintýra í sumar
Fjörheimar félagsmiðstöð ætla að bjóða upp á listanámskeið fyrir börn í 4-7.bekk í listarýminu í 88 húsinu í sumar.
Bingó fyrir eldri borgara er á miðvikudögum kl. 14.00 í Miðhúsum í Sandgerði.
Einnig er reglulega boðið upp á Bingó í Auðarstofu kl. 13.00 á fimmtudögum.
Í Reykjanesbæ er starfandi öflugt leikfélag...
Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi.
Skapandi og skemmtilegt námskeið fyrir 8-12 ára þar sem hægt er að byggja sér kofa með jafnöldrum og vinum.
Námskeiðið verður í návígi við félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins.
Sandgerði: 7. - 23 júní kl. 13:00 - 15:00
Garður: 27. júní - 14. júlí k. 13:00 - 15:00
Þátttökugjald er 4500 kr.
Boðið verður upp á spennandi, hálfsdags, þriggja vikna sumarnámskeið með áherslu á skapandi starf á vegum menningarfulltrúa Reykjanesbæjar í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ.
Á Garðskaga er strandblakvöllur sem hver sem er getur nýtt sér til skemmtunar. Hvetjum fjölskyldur, vinahópa og aðra að eiga skemmtilega stund og hreyfa sig saman í blaki.
Gönguhópurinn í Garðinum gengur saman á mánudögum og fimmtudögum kl. 11 frá Íþróttamiðstöð Garðs.
Genginn er um það bil hálftíma hringur.
Allir velkomnir
Norræna félagið eflir frið og skilning Norðurlandaþjóðanna og einnig þeirra gagnavart öðrum þjóðum út á við.
Í boði er Zúmba gold dans tímar á mánudögum kl. 10:30-11:00 í Miðhúsum.
Þjálfari: Aneta Grabowska.
Félagsmiðstöðin Þruman er skipulagt tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Í Þrumunni starfar nemenda- og Þrumuráð sem skipað er af unglingum í 7.-10.bekk úr Grunnskóla Grindavíkur.
Ungmennagarðurinn við Fjörheima og 88 Húsið er vinsæll afþreyingarstaður fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ
Í Miðhúsum og Auðarstofu er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf, á eftirfarandi tímum er opnunartími fyrir handavinnu. Allir eldri borgarar og öryrkjar í sveitarfélaginu eru velkomnir á báða staði og taka þátt.
Í Miðhúsum í Sandgerði
Mánudaga kl. 10:00-15:45
Þriðjudaga kl. 10:00-15:45
miðvikudaga kl. 10:00-15:45 (posturlín)
fimmtudaga kl. 10:00-15:45
föstudaga kl. 10:00-12:00
Auðarstofa í Garði
Þriðjudag kl. 13:00-16:00
Miðvikudag kl. 13:00-16:00
Fimmtudag kl. 13:00-16:00
NTT í Sandgerði (4.-7. bekkur) þriðjudaga Kl. 18.00 í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.
NTT í Garði þriðjudaga kl 16:30 (4.-7. bekkur) í Kiwanishúsinu í Garðinum.
Unglingastarf fyrir 8.-10. bekk á þriðjudögum kl. 20.00-21.30 í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Fyrir unglinga úr báðum sóknum.
Á Bókasafni Grindavíkur er að finna fjölda bóka, dablaða og tímarita. Safnið er opið virka daga milli kl. 8:00-18:00.
Skessan flutti úr fjallinu sínu til Reykjanesbæjar á Ljósanótt 2008 og hefur nú aðsetur í Svartahelli við smábátahöfnina í Gróf. Þar hefur skessan búið sér notalegan helli með góðu útsýni yfir Keflavíkina og Faxaflóann.
Björgunarsveitinni Sigurvon erumeð virkt unglingastarf. Starfið hjá unglingadeildinni Von er alla fimmtudaga frá kl. 19:30 - 21:30.
Starfið er ætlað unglingum á aldrinum 14 - 18 ára (s.s. 8.bekkur til 18 ára aldurs).
Í starfi unglingadeildarinnar er lögð mikil áhersla á hópefli, þar sem samvinna og samheldni er höfð að leiðarljósi. Unglingarnir koma oft úr ólíkum áttum og þekkjast ekki vel í upphafi en í starfinu kynnst þeir öðrum unglingum sem hafa svipuð áhugamál. Unglingadeildin fer bæði í dags- og helgarferðir ásamt því að heimsækja aðra viðbragðsaðila, s.s. lögregluna, landhelgisgæsluna, slökkvuliðið ásamt öðrum björgunarsveitum.
Nánari upplýsingar veita umsjónarmenn í tölvupóst unlingadeildarinnar unglingadeildinvon@gmail.com
Sú nýbreytini hefur verið tekin upp að hafa félagsmiðstöðina Boruna opna fyrir 16 ára og eldri á Fimmtudgöum frá 19-21 og alla virka morgna frá 07-12.
Þeir sem hafa tíma vilja leika eru velkomnir. Einnig er hægt að fá lánaða folfdiska í afgreiðslu sundmiðstöðvarinnar fyrir þá sem áhuga hafa á að leika úti.
Sumarnámskeið 2022
Golfklúbbur Suðurnesja heldur golfleikjanámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 6-13 ára (f. 2009-2016).
Strandleiðin er 10 km löngu göngu-, hjóla- og hlaupaleið sem liggur meðfram sjónum frá Bergi upp á Vogastapa
Í Íþróttamiðstöð Garðs er í boði unglingaþrek fyrir 7.-10. bekk.
Æfingar eru á eftirfarandi tímum:
7.-8. bekkur, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:20
9.-10. bekkur og fyrsta ár í framhaldsskóla, mánudaga og miðvikudaga kl. 15:20
Þjálfari: Margrét Edda Arnardóttir
Skráning í Íþróttamiðstöðinni í Garði.
Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélagsins.
Á sumarnámskeiðum Rafíþróttadeildar Keflavíkur verður lögð áhersla á að kynna iðkendur fyrir ýmsum tölvuleikjum, hópefli, félagslega samveru og góðri hreyfingu. Öll námskeiðin munu enda á skemmtidegi og veislu.
Fyrirhugað að halda skáknámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 6 - 15 ára.
Námskeiðið fer fram dagana 28.-29. maí í Eldingu félagsmiðstöð.
1.-4. bekkur kl. 10:00-13:00
5.-10. bekkur kl. 13:00-16:00
Kennari á námskeiðinu er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu,
Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í skák og heimsmeistari ungmenna í skák í liði Salaskóla árið 2007. Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE
Námskeiðsgjald er 4000 kr, Skráning hér
Rannsóknir hafa sýnt að skákiðkun bætir námsárangur barna, þjálfar rökhugsun og eykur minni þeirra. Sjá nánar á
http://www.chessity.com/blog/431/The_Benefits_of_Chess )
Námskeiðið er fyrir alla áhugasama krakka en gott er að kunna mannganginn í skák.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Sundlaugar Reykjanesbæjar kynna !
Ef þú ert í 8.-10. bekk og langar að komast í hörku form er unglingahreysti fyrir þig
KFUM og KFUK stendur fyrir hinum sívinsælu leikjanámskeiðum í Reykjanesbæ (Félagsheimili KFUM og KFUK, Hátúni 36) í sumar.
Knattspyrnudeild Njarðvíkur býður upp á æfingar við frábærar aðstæður fyrir börn á öllum aldri.
Hvatagreiðslur og sérstakur frístundastyrkur í Reykjanesbæ gilda líka á sumarnámskeið barna og ungmenna !
Fyrir skólahóp börn fædd 2016
30. maí- 9. júní
Námskeiðsgjald er 2000 kr
Umsjónarmaður er Jóhanna I. Sigurjónsdóttir
DansKompaní bíður upp á fjölbreyttasta úrval námskeiða á sumarönn hjá skólanum til þessa!