Fara í efni

Forvarnastyrkur.

Suðurnesjabær styrkir börn á aldrinum 0-18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu um 35.000 kr á ári til niðurgreiðslu á frístunda- og forvarnastarfi. Sjá nánar reglur um forvarnastyrk.

Nánari upplýsingar hjá rut@sudurnesjabaer.is

Skáknámskeið fyrir grunnskólakrakka í mars

Fyrirhugað að halda skáknámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 6 – 15 ára.

 Námskeiðið fer fram dagana 7. og 8. mars í Eldingu félagsmiðstöð.

1.-4. bekkur kl. 10:00-13:00

5.-10. bekkur kl. 13:00-16:00

Kennari á námskeiðinu er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu,
Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í skák og heimsmeistari ungmenna í skák í liði Salaskóla árið 2007.  Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE

Námskeiðsgjald er 4000 kr, skráning hér

Rannsóknir hafa sýnt að skákiðkun bætir námsárangur barna, þjálfar rökhugsun og eykur minni þeirra. Sjá nánar á

http://www.chessity.com/blog/431/The_Benefits_of_Chess )

Námskeiðið er fyrir alla áhugasama krakka en gott er að kunna mannganginn í skák.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Skoða Skáknámskeið fyrir grunnskólakrakka í mars

Gospelbarnakór

 Gospelbarnakór Útskálakirkju fyrir. 2.-8. bekk í Kiwanishúsinu í Garði á fimmtudögum kl. 16

Stjórnandi: Keith Reed

Skoða Gospelbarnakór

Galdranámskeið Einars Mikaels febrúar

Galdranámskeið helgina 29. febrúar og 1. mars  í félagsmiðstöðinni Eldingu. Þeir sem hafa komið áður eiga eftir að læra ný töfrabrögð það fá allir nýjan galdrakassa með nýjum atriðum.

Það sem bætist nýtt við er eftirfarandi:
Töfrahetjubíó þar sem við horfum á ótrúlegar sjónhverfingar úr töfrahetjuþáttunum.
Nýr Galdrakassi sem inniheldur Spilastokk og fleiri skemmtileg töfrabrögð.

Skoða Galdranámskeið Einars Mikaels febrúar

Jóga námskeið með Birgi

Jóga í umsjá Birgis Jónssonar hefst þriðjudaginn 3. september og verða þriðjudaga og föstudaga kl. 17:15 og sunnudaga kl. 10:00

 

Nánari upplýsingar í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar Garðs.

Skoða Jóga námskeið með Birgi

Bókasafn

Vetraropnun bókasafns Suðurnesjabæjar í Sandgerði. 

 Almennur opnunartími

 Mánudagur til fimmtudagur 08.15-17.30

Föstudagur 08.15-12.00.

Skoða Bókasafn

Kirkjustarf

Mánudagar:  ALFA NÁMSKEIÐ í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 18-20.

            Kór Útskála og Hvalsnessókna æfir í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20-21.30 (færðist frá 19 til 20 vegna Alfa námskeiðsins)

Þriðjudagar:  Kl. 15.00-16.00 NTT (4.-7. bekkur) í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.

              Kl. 16.30-17.30 NTT (4.-7. bekkur) í Kiwanishúsinu í Garðinum.

              Kl. 18.00-18.50 6-8 ára starf (1.-3. bekkur) í Kiwanishúsinu í Garðinum.  Opið börnum úr báðum sóknum.

              Kl. 20.00-21.30 Unglingastarf (8.-10. bekkur) í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.  Fyrir unglinga úr báðum sóknum.

Umsjón með þessum fjórum hópum hefur Sigrún Harpa Arnrúnardóttir.  Með henni eru Petra Wium Sveinsdóttir og Ástrós Kristjánsdóttir.

 

Miðvikudagar:  Foreldramorgnar í Kiwanishúsinu í Garði kl. 10.30-12.00.  Umsjón hefur Kristjana Kjartansdóttir (Sjana)

               Kyrrðarbænastundir í Útskálakirkju kl. 17.30 (ca. 20 mín. stundir).  Hefjast 3. okt.

 

Fimmtudagar:  Kl. 16.00-17.00. Gospelbarnakór Útskálakirkju í Kiwanishúsinu í Garði.  Hefst 3. okt. Opið f. 2.-8. bekk. Stjórnandi Keith Reed.

Skoða Kirkjustarf

Foreldramorgnar

Miðvikudagar:  Foreldramorgnar í Kiwanishúsinu í Garði kl. 10.30-12.00.  Umsjón hefur Kristjana Kjartansdóttir (Sjana)

Skoða Foreldramorgnar

Vatnsleikfimi í Garði

Vatnsleikfimi fyrir hefst 13. ágúst og verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:00. 

Vatnsleikfimin er í námskeiðsformi . Nánari upplýsingar í íþróttamiðstöð Garðs.

Kennari, Guðríður Brynjarsdóttir

 

Skoða Vatnsleikfimi í Garði

Björgunarsveitin Sigurvon- unglingastarf

Björgunarsveitinni Sigurvon erumeð virkt unglingastarf. Starfið hjá unglingadeildinni Von er alla fimmtudaga frá kl. 19:30 - 21:30. 

Starfið er ætlað unglingum á aldrinum 14 - 18 ára  (s.s. 8.bekkur til 18 ára aldurs).

Í starfi unglingadeildarinnar er lögð mikil áhersla á hópefli, þar sem samvinna og samheldni er  höfð að leiðarljósi. Unglingarnir koma oft úr ólíkum áttum og þekkjast ekki vel í upphafi en í starfinu  kynnst þeir öðrum unglingum sem hafa svipuð áhugamál. Unglingadeildin fer bæði í dags- og  helgarferðir ásamt því að heimsækja aðra viðbragðsaðila, s.s. lögregluna, landhelgisgæsluna,  slökkvuliðið ásamt öðrum björgunarsveitum.

Nánari upplýsingar veita umsjónarmenn í tölvupóst unlingadeildarinnar unglingadeildinvon@gmail.com 

 

 

Skoða Björgunarsveitin Sigurvon- unglingastarf

Íþrótta- og hreyfinámskeið í Garði

Í Íþrótta- og hreyfinámskeiðin eru í Íþróttamiðstöð Garðs á laugardagsmorgnum kl. 11:00

Lögð er áhersla á að börnin skemmti sér og auki jafnframt styrk, kjark, úthald, jafnvægi og samhæfingu í ýmsum leikjum og þrautum. Foreldrar eiga að mæta með börnunum og fylgja þeim í gegnum æfingarnar. Þannig verður þetta frábært tækifæri fyrir foreldra að eiga góða stundir með börnunum.

Umsjónarmaður er Laufey Erlendsdóttir, íþróttakennari.

Hreyfitímarnir hefjast laugardaginn 1. febrúar

Námskeiðsgjald er 3000 kr.    Systkinaafsláttur 50%

Minnum foreldra á frístundastyrk barna og ungmenna.

Við hvetjum alla til að mæta hressa og káta og njóta góðra og fjörugra stunda á meðan barnið fær góða þjálfun og útrás.

Facebook: Hreyfinámskeið í Garði

Skoða Íþrótta- og hreyfinámskeið í Garði

Kvennfélagið Hvöt

Fundir hjá Kvennfélaginu eru á fyrsta þriðjudagskvöld í mánuði (ekki á sumrin) á Heiðarbraut 8 í Sandgerði.

Kvenfélagið hvöt er líknarfélag sem aflar fjár með því t.d. að sjá um fermingarveislur, erfidrykkjur, kaffisölu o.fl og fjármagnið sem safnast fer í góð málfeni í bænum.

Nánari upplýsingar hjá , Bylgju Dröfn Olsen Jónsdóttir s. 8614760

                                                                                        

                                                                           

 

Skoða Kvennfélagið Hvöt

Tónlistarskóli Garðs

Í Tónlistarskólanum í Garði er boðið upp á kennslu á hin ýmsu hljóðfæri t.d. trompet, básúnu, horn, túbu, þverflautu, saxófón, blokkflautu, gítar, bassa, slagverk, harmonikku, píanó, fiðlu, selló og söng auk tónfræðigreina, samsöngs, bjöllukórs og  ýmissa samspila. 

Skoða Tónlistarskóli Garðs

Tónlistarskóli Garðs

Í Tónlistarskólanum í Garði er boðið upp á kennslu á hin ýmsu hljóðfæri t.d. trompet, básúnu, horn, túbu, þverflautu, saxófón, blokkflautu, gítar, bassa, slagverk, harmonikku, píanó, fiðlu, selló og söng auk tónfræðigreina, samsöngs, bjöllukórs og  ýmissa samspila. 

Skoða Tónlistarskóli Garðs

Barnakór

Kórastarf veturinn 2019-2020


Í vetur hefst tólfta starfsár barnakórsins. Starfið verður mjög blómlegt í vetur og vonumst við til að sjá sem flesta sem hafa áhuga á söng eða vilja vera í skemmtilegum hóp og hafa gaman.

Meðal verkefna í vetur hjá yngri kór eru lög úr söngleikjunum Matthildi, Bláa hnettinum og Ronju ræningjadóttur,ásamt fleiri lögum úr ýmsum áttum.

Hjá eldri kór verðum við með lög úr kvikmyndum; (A star is born, The greatest showman), ýmis popplög og fleira skemmtilegt. Í eldri kór fá meðlimir einnig tækifæri til að prufa að syngja í míkrafón ef þeir óska.

Æfingar yngri kórs verða á þriðjudögum kl.13.25.

Æfingar eldri kórs verða á fimmtudögum kl.14.00.

Yngri kór er fyrir 2.-4.bekk. Eldri kór er fyrir 5.bekk og eldri.

Margt skemmtilegt verður á dagskránni í vetur: æfingabúðir, tónleikar, náttfatapartý, jólatónleikar, vorferð og fleira skemmtilegt.

Skráning er hafin hjá Ingu, ritara Sandgerðisskóla eða hjá Sigurbjörgu kórstjóra s: 6977974. Einnig er hægt að skrá sig á facebook-síðu kórsins.

Hlökkum til að sjá sem flesta, gamla og nýja meðlimi!

Skoða Barnakór

Zúmba gold- eldri borgarar

Í boði er Zúmba gold dans tímar á mánudögum kl. 10:30-11:00 í Miðhúsum. 

Þjálfari: Aneta Grabowska.

Skoða Zúmba gold- eldri borgarar

Boccia æfingar

Boccia æfingar eru í Miðhúsum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:00-15:45. Eldri borgarar og öryrkjar hvattir til þátttöku.

Skoða Boccia æfingar

Stafganga- eldri borgarar/öryrkjar

Stafganga er í boði fyrir eldri borgar og öryrkja tvisvar sinnum í viku. Lagt er af stað frá Miðhúsum kl. 9:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Eftir gönguna er farið inn og gerðar léttar æfingar.

Æfingar byrja í október

Leiðbeinandi er Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir.

Skoða Stafganga- eldri borgarar/öryrkjar

Handavinna- eldri borgarar og öryrkjar

Í Miðhúsum og Auðarstofu er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf, á eftirfarandi tímum er opnunartími fyrir  handavinnu. Allir eldri borgarar og öryrkjar í sveitarfélaginu eru velkomnir á báða staði og taka þátt.

Í Miðhúsum í Sandgerði

Mánudaga kl. 10:00-15:45

Þriðjudaga kl. 10:00-15:45

miðvikudaga kl. 10:00-15:45 (posturlín)

fimmtudaga kl. 10:00-15:45

föstudaga  kl. 10:00-12:00

Auðarstofa í Garði

Þriðjudag kl. 13:00-16:00

Miðvikudag kl. 13:00-16:00

Fimmtudag kl. 13:00-16:00

Skoða Handavinna- eldri borgarar og öryrkjar

Zúmba

Í boði eru námskeið í Zúmba dansnámskeið í Íþróttamiðstöð Sandgerðis á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15

Næsta námskeið hefst 9. september

Skemmtileg hreyfing og hress hópur.

Nánari upplýsingar og skráning í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvar Sandgerðis.

 

Skoða Zúmba

Unglingastarf í kirkjunni

Unglingastarf fyrir 8.-10. bekk í Safnaðarheimilinu í Sandgerði á þriðjudögum kl. 20

Hópar eru opnir öllum unglingum á viðkomandi aldursbili óháð búsetu.

Umsjónarmaður er Sigrún Harpa Arnrúnardóttir með henni eru Petra Wium Sveinsdóttir og Ástrós Kristjánsdóttir.

Nánari upplýsingar veitir sóknarprestur í s. 8952243 og srsgs@simnet.is.

 

Skoða Unglingastarf í kirkjunni

NTT krakkastarf

Á þriðjudögum er NTT fyrir börn í 4.-7. bekk í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 15 og í Kiwanishúsinu í Garði kl. 16.30.  

 

Nánari upplýsingar veitir sóknarprestur í s. 8952243 og srsgs@simnet.is.

Skoða NTT krakkastarf

Kóræfingar kirkjukór

Æfingar hjá kór Útskála- og Hvalsnessókna er á mánudögum kl. 20 í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. 

Stjórnandi Keith Reed.

Skoða Kóræfingar kirkjukór

Flott þrek- strákar

Flott þrek er lokað námskeið aðeins fyrir stráka. Námskeiðið er bæði í boði í Íþróttamiðstöð Sandgerðis og Íþróttamiðstöð Garðs. Flott þrek bíður upp á nokkurra vikna námskeið í senn.

Íþróttamiðstöð Garðs

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:50-19:50

Íþróttamiðstöð Sandgerðis

Mánudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 18:50-19:50

20 skipti = 22.000 kr.

Þjálfarar eru Þurý og Doddi, ÍAK einkaþjálfarar.

Skoða Flott þrek- strákar

Flott þrek- stelpur

Flott þrek er lokað námskeið aðeins fyrir stelpur námskeiðið er bæði í boði í Íþróttamiðstöð Sandgerðis og Íþróttamiðstöð Garðs. Flott þrek bíður upp á nokkurra vikna námskeið í senn.

Íþróttamiðstöð Garðs

Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:35 - 17:35.

20 skipti = 22.000 kr.

Þjálfarar eru Þurý og Doddi, ÍAK einkaþjálfarar.

Skoða Flott þrek- stelpur

Krakkastarf í kirkjunni

Krakkarstarf í Kiwanishúsinu í Garðinum á þriðjudögum Kl. 18.00-18.50 6-8 ára starf (1.-3. bekkur) 

 Opið börnum úr báðum sóknum.

Umsjónarmaður er Sigrún Harpa Arnrúnardóttir með henni eru Petra Wium Sveinsdóttir og Ástrós Kristjánsdóttir.

Nánari upplýsingar veitir sóknarprestur í s. 8952243 og srsgs@simnet.is.

Skoða Krakkastarf í kirkjunni

Þrek fyrir eldri borgara

Boðið er upp á þrek í tækjasal með þjálfara 4x í viku

Í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði  eru æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 10.

Í íþróttamiðstöðinn í Garði eru æfingar eru á þriðjudögum og föstudögum kl. 10:00.

Frítt fyrir 67 ára og eldri.

Hefst 3. september í Garði og 12. september í Sandgerði

Þjálfari: Þuðríður Þorkelsdóttir ÍAK einkaþjálfari (Þurý)

Dæmi um ávinning af líkamsþjálfun aldraðra eru til dæmis:
▪ Aukinn Vöðvastyrkur
▪ Betra jafnvægi og þar af leiðandi minni byltuhætta
▪ Aukið úthald við dagleg störf og tómstundir
▪ Aukinn liðleiki
▪ Hægir á beinþynningu
▪ Bætt starfsemi hjarta og æðakerfis
▪ Betri andleg líðan

Skoða Þrek fyrir eldri borgara

Unglingaþrek

Í Íþróttamiðstöð Garðs er í boði unglingaþrek fyrir 7.-10. bekk. 

Æfingar eru á eftirfarandi tímum:

7.-8. bekkur, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:20

9.-10. bekkur og fyrsta ár í framhaldsskóla, mánudaga og miðvikudaga kl. 15:20

Þjálfari: Margrét Edda Arnardóttir

Skráning í Íþróttamiðstöðinni í Garði.

Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélagsins.

Skoða Unglingaþrek

Tónlistarskóli Sandgerðis

Í tónlistarskóla Sandgerðis er mikið og fjölbreytt nám í boði fyrir fjölbreytta aldurshópa.

Skoða Tónlistarskóli Sandgerðis

Bingó- eldri borgarar

Bingó fyrir eldri borgara er á miðvikufögum kl. 14 í Miðhúsum í Sandgerði.

Einnig er reglulega boðið upp á Bingó í Auðarstofu kl. 13 á fimmtudögum.

Skoða Bingó- eldri borgarar

Knattspyrnuæfingar

Skoða Knattspyrnuæfingar

Auðarstofa félagsstarf

Í Auðarstofu að Heiðartúni 2 í Garði er öflugt félagsstarf í boði fyrir eldri borgara og öryrkja.

Opnunartími

Þriðjudaga kl. 13:00 - 16:00

Miðvikudaga kl. 13:00 - 16:00

Fimmtudaga kl. 13:00 - 16:00

Nánari upplýsingar má sjá á Auðarstofa á facebook.

Skoða Auðarstofa félagsstarf

Félagsmiðstöðin Elding

Félagsmiðstöðin Elding er fyrir unglinga í 8.- 10. bekk og er staðsett í Heiðartúni 2.

Opnunartími er eftirfarandi:

Mánudaga kl. 19:30-21:30 (fyrir 8.-10. bekk)

Miðvikudaga kl. 19:30-21:30 (fyrir 8.-10. bekk)

Föstudaga kl. 19:30-22:30 (fyrir 8.-10. bekk)

Skoða Félagsmiðstöðin Elding

Félagsmiðstöðin Skýjaborg

Félagsmiðstöðin Skýjaborg er staðstett í Skólastræti 1 í Sandgerði. Þar er opið fyrir unglingastig í frímínútum og hádegismat virka daga. Kvöldopnanir eru eftirfarandi:

Skoða Félagsmiðstöðin Skýjaborg

Sundæfingar

Sundæfingar fyrir krakka 5 ára og eldri í Suðurnesjabæ fara fram bæði í Íþróttamiðstöð Garðs og Sandgerðis á eftirfarandi tímum.

Þjálfari raðar í hópa eftir aldri og getu.

Hóparnir voru skiptir svona.

Hópur 1 er á mánudögum kl 17:30 í Garðinum og 17:30 á fimmtudögum í Sandgerði.

Hópur 2 er í Garðinum á mánudögum kl 18:15 og sandgerði á miðvikudögum kl 18:15.

Hópur 3 er í sangdgerði á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30

Hópur 4 er í sandgerði á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:15

Skráning hér 

Æfingargjöld fyrir hverja önn;

 2 x í viku 15.000 kr 

3 x í viku 20.000 kr

4 x í viku 25.000 kr.

Þjálfari er Jóhanna Sigurjónsdóttir.

Nánari upplýsingar hjá Jóhönnu í s.696-0143

 

Skoða Sundæfingar